Werder og Shakhtar mætast í Istanbul

Leikmenn Werder Bremen fagna einu marka sinna í Hamborg í …
Leikmenn Werder Bremen fagna einu marka sinna í Hamborg í kvöld. Reuters

Það verða Shakhtar Donetsk og Werder Bremen sem leika til úrslita UEFA-bikarnum í knattspyrnu í Istanbul 20. maí. Shakhtar Donetsk vann í kvöld Dinamo Kiev, 2:1, á heimavelli og 3:2 samtals í tveimur viðureignum. Á sama tíma lagði Werder Bremen lið Hamburger SV, 3:2, í Hamborg. Bremen tapaði fyrri leiknum, 1:0, en komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Ilsinho tryggði  Shakhtar sigur í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á 89. mínútu en heimamenn höfðu komist yfir á 17. mínútu. Leikmenn Dinamo jöfnuðu metin á 47. mínútu.

Ivica olic kom Hamburger SV yfir á 13. mínútu í kvöld og heimamenn stóðu þar með vel að vígi. Adam var ekki lengi í Paradís því Diego jafnaði metin 16 mínútum síðar. Claudio Pizaro, sem lagði upp fyrsta markið, skoraði annað mark Werder Bremen á 66. mínútu. Leikmenn Bremen héldu áfram að sækja til að gulltryggja sér sigurinn. Frank Baumann skoraði þriðja mark liðsins á 83. mínútu eftir hornspyrnu.

Olic minnkaði muninn á 87. mínútu fyrir leikmenn Hamburger sem þurftu eitt mark til viðbótar til þess að komast í úrslitaleikinn. Þrátt fyrir ákafa sókn síðustu mínúturnar tókst þeim ekki að bæta við fleiri mörkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert