Eiður vill fara frá Barcelona

Eiður Smári vill fara frá Barcelona.
Eiður Smári vill fara frá Barcelona. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður spænska fótboltaliðsins Barcelona, segir í viðtali við Morgunblaðið að hann sé líklega á förum frá félaginu í sumar. Eiður fagnaði ekki mikið á gamla heimavelli sínum Stamford Bridge í London á miðvikudaginn eftir 1:1 jafntefli Börsunga gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Barcelona leikur gegn Manchester United í úrslitum Meistaradeildarinnar 27. maí í Róm og er Eiður fyrsti íslenski fótboltamaðurinn sem nær þeim áfanga.

„Auðvitað gleðst ég yfir því að við erum komnir í úrslitin í Meistaradeildinni en ég neita því ekki að ég er frekar fúll yfir stöðunni hvað mig varðar og get vel ímyndað mér að þetta verði mitt síðasta tímabil hjá Barcelona,“ segir íslenski landsliðsmaðurinn.

Eiður hefur mátt sætta sig við að vera mikið úti í kuldanum undanfarnar vikur hjá Börsungum eftir góða byrjun á tímabilinu.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Eið Smára í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert