Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Barcelona verða Spánarmeistarar á morgun takist liðinu að leggja Villareal að velli á Nou Camp. Ríkjandi meistarar Real Madrid steinlágu í kvöld, 3:0, fyrir Valencia og eru þeir sjö stigum á eftir Börsungum en Real Madrid á þrjá leiki eftir en Barcelona fjóra.
Juan M. Mata, David Jiménez Silva og Ruben Baraja gerðu mörkin fyrir Valencia sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Real Madrid tapaði 6:2 gegn Barcelona um síðustu helgi og eftir skellinn í kvöld má ljóst að miklar hreinsanir verða gerðar á leikmannahópi Madridarliðsins í sumar og öflugir leikmenn fengnir í staðinn.