Daníel til liðs við Víking

Daníel í leik með Víkingum fyrir nokkrum árum.
Daníel í leik með Víkingum fyrir nokkrum árum. mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Daníel Hjaltason er kominn í herbúðir Víkings á nýjan leik og hefur gert samning við 1. deildarliðið sem gildir út leiktíðina. Þetta kemur fram á vef stuðningsmanna Víkings, vikingur.net.

Daníel lék með Víkingi frá 1999 til 2006 en skipti þá yfir til Vals. Hann lék 12 leiki með Hlíðarendaliðinu í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 2 mörk en var síðan lánaður til Víkings og lék 7 leiki með liðinu.

Samningur hans við Val rann út í vetur og nú er hann sem sagt búinn að semja við sitt gamla félag og verður því eflaust styrkur en Víkingur tapaði fyrir nafna sínum úr Ólafsvík í 1. umferð 1. deildarinnar um síðustu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert