Guðmundur Steinarsson, framherji Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni, skoraði eitt marka liðsins í 5:3 tapi gegn FC Zürich í kvöld. Gunnleifur Gunnleifsson spilaði síðari hálfleikinn fyrir Vaduz, en Stefán Þór Þórðarson tók ekki þátt vegna meiðsla.
Guðmundur lék allan tímann í leiknum, en hann jafnaði metin í 2:2 á 43. mínútu.
Gunnleifur kom inná í hálfleik þegar staðan var 3:2 fyrir Zürich. Hann varði hvað eftir annað mjög vel en á síðustu fjórum mínútum leiksins náði Zürich að skora tvívegis og tryggja sér sigurinn.
FC Vaduz er í neðsta sæti deildarinnar, með 22 stig eftir 33 umferðir, átta stigum á eftir næstneðsta liðinu FC Sion. FC Zurich er efst með 73 stig, en Basel kemur næst með 69 stig.