Á fundi aganefndar KSÍ í gær var Guðmundur Sigurbjörnsson þjálfari hjá HK, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 10. júní vegna atviks í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna 26. apríl 2009.
Á vef KSÍ kemur eftirfarandi fram;
,,Guðmundi Sigurbjörnssyni er óheimil þátttaka í öllum opinberum mótum innan vébanda KSÍ til og með 10. júní 2009.
Vakin er athygli á því að frestur til að áfrýja málinu til áfrýjunardómstóls KSÍ eru 5 dagar eins og kemur fram í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, grein 14.3.“