Ólafsvíkingar á toppnum

Josip Marosevic skoraði tvívegis fyrir Ólsara í kvöld og hefur …
Josip Marosevic skoraði tvívegis fyrir Ólsara í kvöld og hefur gert þrjú mörk í deildinni nú þegar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur Ólafsvík er í efsta sæti fyrstu deildar karla þegar eftir á leika einn leik í annarri umferðinni. Víkingar eru með fullt hús, sex stig en síðan koma þrjú lið með fjögur stig.

Víkingur lagði Aftureldingu 3:1 í Ólafsvík í kvöld, en bæði lið unnu nokkuð óvænt á útivelli í fyrstu umferðinni. Josip Marosevic skoraði tvö marka Ólsara og Þorsteinn Már Ragnarsson eitt en Albert Ásvaldsson svaraði fyrir Aftureldingu.

Selfoss vann ÍR í Breiðholtinu 5:2 og er með fjögur stig líkt og HK og KA. Jón Guðbrandsson og Arilíus Marteinsson gerðu 2 mörk hvor fyrir Selfoss og Ingólfur Þórarinsson eitt en Erlingur Jack Guðmundsson og Árni Freyr Guðnason skoruðu fyrir ÍR.

Síðasti leikur umferðarinnar er á morgun en þá mætast Haukar og Fjarðabyggð að Ásvöllum og með sigri verða Haukar einnig með fullt hús.

Fylgst var með gangi mála í tveimur leikjum hér á mbl.is í kvöld, leik Víkings Reykjavík og HK, sem endaði 1:1, og ÍA og Leiknis Reykjavík, sem einnig fór 1:1. Á Akureyri vann KA lið Þórs 2:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert