Barcelona, lið Eiðs Smára Guðjohnsens, varð í kvöld spænskur meistari í knattspyrnu þegar Real Madrid tapaði 2:3 fyrir Villarreal á útivelli. Real Madrid varð að sigra í leiknum til að eiga von á að halda meistaratitlinum.
Barcelona varð á miðvikudag bikarmeistari en þetta er í fyrsta skipti síðan 1998 sem liðið hampar báðum titlunum sama árið. Barcelona getur einnig unnið Meistaradeild Evrópu ef liðið sigrar Manchester United í úrslitaleik í Róm 27. maí.