Þurfum að hafa fyrir hverjum einasta leik

Helgi Pétur Magnússon og félagar í ÍA spila á Eskifirði …
Helgi Pétur Magnússon og félagar í ÍA spila á Eskifirði í dag. mbl.is/hag

"Maður stefnir aldrei að því að vera í botnslagnum, en við mætum Fjarðabyggð fyrir austan í botnslagsleik," sagði Bjarki Gunnlaugsson, annar þjálfara Skagamanna í gær, en þriðja umferð fyrstu deildarinnar hefst í dag. Leiknir R. tekur jafnframt á móti KA í hinum leik dagsins.

Það eru fleiri leikir en áður í deildinni og það er því nóg eftir og menn verða bara að halda haus og byrja að safna stigum,“ sagði Bjarki.

Flestir spáðu ÍA sigri í deildinni og alls ekki útséð um að sú spá rætist, en sem stendur er liðið með eitt stig úr tveimur leikjum. Fátt hefur komið Bjarka á óvart í deildinni, „nema hvað við erum lélegir!“ segir hann glettinn.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka