Annar tapleikur Barcelona í röð

Eiður Smári sækir að marki Osasuna í kvöld.
Eiður Smári sækir að marki Osasuna í kvöld. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen lék allan tímann með Barcelona í kvöld þegar liðið tapaði á Nou Camp, 0:1, gegn Osasuna í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Walter Pandiani skoraði sigurmarkið á 26. mínútu.

Þetta var annað tap meistaranna í röð en Börsungar tefldu fram nánast varaliði sínu enda með hugann við leikinn gegn Manchester United í úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á miðvikudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka