Margrét Lára varð markahæst í Evrópukeppninni

Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. mbl.is

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Margrét Lára Viðarsdóttir, var markahæsti leikmaður Evrópukeppninni í kvennaflokki en úrslit í keppninni réðust í gær. Duisburg frá Þýskalandi sigraði Zvezda-2005 frá Rússlandi í úrslitum 7:1 samanlagt.

Íslenski framherjinn náði samt sem áður að skora flest mörk allra í keppninni, alls 14 fyrir Val. Þetta er í annað sinn sem Margrét Lára nær þessum árangri en hún var einnig markahæst leiktíðina 2005-2006. Conny Pohlers og Margrét Lára deila markameti með flest mörk á einni leiktíð í Evrópukeppninni en Pohlers skoraði 14 mörk fyrir þýska liðið Potsdam 2004-2005.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert