Bayern segir Ribéry ekki til sölu

Ribéry fagnar marki í vetur.
Ribéry fagnar marki í vetur. Reuters

Þýska stórliðið Bayern Munchen, hefur neitað því að Chelsea hafi boðið rúmlega 40 milljónir punda í Fransmanninn Franck Ribéry, en öll helstu stórlið Evrópu eru sögð bítast um kappann. Bayern segir þó leikmanninn ekki til sölu.

„Þessi orðrómur er með öllu ósannur. Franck Ribéry er ekki til sölu,“ sagði fjölmiðlafulltrúi Bayern í dag, Markus Horwick, aðspurður hvort Chelsea hefði lagt fram tilboð.

Vitað er að Manchester United er einnig áhugasamt um leikmanninn, en talið er að hann muni fylla skarð Cristiano Ronaldo, sem enn á ný er orðaður við Real Madrid. Að vísu er Real Madrid einnig sagt áhugasamt um að fá Ribéry til sín, en ekki er vitað um nein áþreifanleg tilboð ennþá.

Ribéry sjálfur hefur sagt að hann vilji að Bayern styrki liðið til muna, svo það geti keppt um titla, bæði í Evrópu og í Þýskalandi, en liðið þurfti að horfa á eftir þýska meistaratitlinum í hendur Wolfsburg í ár, auk þess að detta út fyrir Barcelona í Meistaradeildinni. Gefur það til kynna að hann vilji vera áfram hjá félaginu, svo framarlega sem það uppfylli kröfur hans um metnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert