Langþráður sigur Skagamanna

Arnar Gunnlaugsson stýrir liði ÍA ásamt Bjarka bróður sínum.
Arnar Gunnlaugsson stýrir liði ÍA ásamt Bjarka bróður sínum. mbl.is

Skagamenn unnu í kvöld langþráðan sigur þegar þeir lögðu Aftureldingu að velli, 1:0, í fyrsta leiknum í 4. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á Akranesvelli.

Rigning og rok settu mark sitt á leikinn en fyrstu 45 mínúturnar voru tíðindalitlar og staðan í hálfleik var 0:0. Hvorugt lið skapaði sér afgerandi marktækifæri og mest var um miðjuþóf og baráttu vítateiganna á milli.

Skagamenn náðu loks að brjóta ísinn og komast yfir í fyrsta skipti í fjórum leikjum í deildinni í vor þegar Jón Vilhelm Ákason skoraði um miðjan síðari hálfleik, 1:0. Það dugði til sigurs þrátt fyrir nokkra pressu Aftureldingar undir lokin.

ÍA er þá komið með 4 stig eftir fjóra leiki og slapp af botni deildarinnar með sigrinum. Afturelding er einnig með 4 stig eftir fjóra leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert