Haukar efstir, ÍR vann, jafnt á Akureyri

KA tekur á móti Fjarðabyggð en Leiknir R. sækir ÍR …
KA tekur á móti Fjarðabyggð en Leiknir R. sækir ÍR heim. mbl.is/Ómar

Haukar eru komnir á topp 1. deildar karla í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Víkingi í Ólafsvík í kvöld, 4:1. ÍR vann Leikni R. í grannaslag í Breiðholtinu, 2:1. KA og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í kvöld þar sem Sándor Matus markvörður var bjargvættur KA.

Haukar eru með 10 stig en HK og Selfoss eru í öðru og þriðja sæti með 7 stig og mætast í síðasta leik 4. umferðarinnar á Kópavogsvellinum á morgun klukkan 17.00. KA, ÍR og Víkingur Ó. koma næst með 6 stig en Leiknir R. situr eftir á botninum með 2 stig.

KA - Fjarðabyggð 0:0, leik lokið.
Sándor Matus markvörður KA varði vítaspyrnu á 87. mínútu.

ÍR - Leiknir R 2:1, leik lokið
0:1 Kristján Páll Jónsson 3.
1:1 Tómas Agnarsson 43.
2:1 Haukur Ólafsson 70.

Víkingur Ó. - Haukar 1:4, leik lokið
0:1 Úlfar Hrafn Pálsson 8.
1:1 Alfreð Elías Jóhannsson 9.
1:2 Guðjón Pétur Lýðsson 30.
1:3 Hilmar Geir Eiðsson 50.
1:4 Jónmundur Grétarsson 89.

Víkingur R. sigraði Þór, 2:1, í Víkinni fyrr í kvöld en sá leikur var í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert