Berlusconi betri þjálfari en Ancelotti?

Berlusconi þykir hvatvís og duttlungafullur maður og hefur oftar en …
Berlusconi þykir hvatvís og duttlungafullur maður og hefur oftar en ekki komið sér í vandræði vegna ummæla sinna. Reuters

Silvio Berlusconi, hinn litríki og orðheppni forsætisráðherra Ítalíu og forseti AC Milan, segir ástæðuna fyrir slöku gengi liðsins í vetur vera þá, að ekki var farið eftir hans ráðum er viðkemur leikskipulagi liðsins, og kennir hann fyrrum þjálfaranum Carlo Ancelotti alfarið um hrakfarirnar.

AC Milan landaði þriðja sætinu í Serie A, sem skilar því Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð, en liðinu tókst ekki að landa bikar í ár. 

„Milan spilaði ekki þá taktík sem ég ráðlagði þeim að nota. Þeir gerðu það aðeins í síðasta leiknum, sem tryggði okkur Meistaradeildarsæti. Leikir töpuðust í ár á lokamínútunum, vegna þess að liðið spilaði ekki eins og ég ráðlagði því. Við erum með meistaraleikmenn eins og Ronaldinho sem var aðeins notaður  síðustu 20 mínúturnar í leikjunum og það leiddi til þess að félags-andinn fór niður á við. Fólk kaupir miða á leiki hjá okkur til þess að sjá hann spila allan leikinn,“ sagði Berlusconi.

Hann er eflaust feginn að Ancelotti sé horfinn á braut til Chelsea, því kannski er Leonardo, nýi þjálfarinn hjá Milan, móttækilegri fyrir sparkvallarvisku Berlusconi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert