Brasilíska knattspyrnustjarnan Kaká, leikmaður AC Milan, gekkst í dag undir skoðun hjá læknum spænska félagsins Real Madrid og er talið að tilkynnt verði um félagaskipti kappans síðar í dag.
Kaká er sem stendur í Brasilíu með liðsfélögum sínum í brasilíska landsliðinu og fór læknisskoðunin fram þar.
Talið er að kaupverðið sem Real reiðir af hendi sé 56 milljónir punda, eða 11,3 milljarða íslenskra króna, en þar með myndi félagið bæta sitt eldra met frá því að það keypti Zinedine Zidane frá Juventus fyrir 47 milljónir punda árið 2001.