Versta fótbrot knattspyrnusögunnar?

Frakkinn Djibril Cisse fótbrotnaði með svipuðum hætti og kollegi hans …
Frakkinn Djibril Cisse fótbrotnaði með svipuðum hætti og kollegi hans í S-Afríku. Reuters

Meiðsli eru órjúfanlegur hluti af knattspyrnuíþróttinni en sjaldan verða þau þó með jafn ljótum hætti og í knattspyrnuleik sem fram fór í suður-afrísku deildinni á dögunum.

Leikurinn var á milli Mpumalanga Black Aces og Carara Kicks. Á 80. mínútu leiksins var Oupa Ngulube, leikmaður Carara, á fleygiferð fram hægri kantinn en hann var stoppaður með harkalegum hætti af leikmanni andstæðinganna. Á myndbandi af atvikinu má sjá hvernig hægri fótur Ngulube mölbrotnar.

Atvikið má sjá með því að smella hér en vert er að vara viðkvæmar sálir við því að skoða það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert