Svíar lifa enn í voninni um að komast í umspilið fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir sigur á Möltubúum, 4:0, í Gautaborg í kvöld.
Kim Källström kom Svíum yfir um miðjan fyrri hálfleik og síðan skoruðu þeir þrjú mörk á sex mínútna kafla snemma í síðari hálfleik. Daniel Majstorovic, Zlatan Ibrahimovic og Marcus Berg voru þar að verki.
Markið hjá Zlatan var langþráð því hann hafði spilað í rúmar 500 mínútur í sænska landsliðsbúningnum án þess að ná að skora mark.
Danir eru með 16 stig í 1. riðli keppninnar, Ungverjar eru með 13 en Portúgalir og Svíar með 9 stig. Liðin eiga eftir fjóra leiki hvert.