Ísland tapaði í hitasvækju

Grétar Rafn Steinsson var fyrirliði Íslands í dag.
Grétar Rafn Steinsson var fyrirliði Íslands í dag. mbl.is/Eggert

Makedónía hafði betur gegn Íslandi í 33°C hita í Skopje í dag þegar liðin áttust við í undankeppni HM í knattspyrnu. Aco Stojkov og Filip Ivanovski tryggðu heimamönnum 2:0 sigur. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.

Þar með eru allar vonir Íslands um að komast áfram í keppninni endanlega úr sögunni. Ísland er með fjögur stig í 9. riðli og á eftir einn leik við Noreg á Laugardalsvelli í september. Makedónía er hins vegar með sjö stig líkt og Skotland en liðin berjast um 2. sætið í riðlinum og eiga eftir að mætast í Glasgow.

Íslenska liðið lenti undir strax á tíundu mínútu og var á brattann að sækja eftir það. Sóknarleikur liðsins var afar bitlaus en liðið var án margra lykilleikmanna vegna banna og meiðsla.

Fyrri viðureign liðanna í keppninni lauk með 1:0 sigri Íslands á Laugardalsvelli þar sem Veigar Páll Gunnarsson skoraði sigurmarkið.

Byrjunarlið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson - Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Bjarni Ólafur Eiríksson - Pálmi Rafn Pálmason, Brynjar Björn Gunnarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Stefán Gíslason, Emil Hallfreðsson - Arnór Smárason.

Varamenn: Árni Gautur Arason, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Helgi Valur Daníelsson, Davíð Þór Viðarsson, Hjálmar Jónsson og Jóhann Berg Guðmundsson.

Byrjunarlið Makedóníu: Jane Nikoloski - Goran Popov, Goce Sedloski, Igor Mitreski, Vlade Lazarevski - Slavco Georgievski, Velice Shumulikoski, Filip Despotovski - Ilco Naumoski, Aco Stojkov, Goran Pandev.

Varamenn: Boban Grncarov, Vlatko Grozdanovski, Filip Ivanovski, Tome Pacovski, Daniel Mojsov, Robert Petrov, Stevica Ristic.

Makedónía 2:0 * opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er sex mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka