Hólmfríður skoraði í fyrsta sigri Kristianstad

Guðný Björk Óðinsdóttir sækir að marki Piteå í fyrstu umferð …
Guðný Björk Óðinsdóttir sækir að marki Piteå í fyrstu umferð deildarinnar og Hólmfríður Magnúsdóttir fylgist með. mbl.is

Sænska kvennaliðið í knattspyrnu, Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, sigraði Stattena 4:0 í úrvalsdeildinni og er þetta fyrsti sigurleikur liðsins í deildarkeppninni. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þriðja mark Kristianstad á 34. mínútu en Erla Steina Arnardóttir og Guðný B. Óðinsdóttir voru einnig í byrjunarliði Kristianstad.

Um botnslag var að ræða, en Kristianstad var fyrir leikinn án stiga að loknum 10 umferðum, meðan Stattena var í sætinu fyrir ofan, með þrjú stig.Liiðin eru því jöfn með 3 stig en Piteå IF er þar fyrir ofan með 4 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert