Hreint út sagt ótrúleg endurkoma Fylkismanna tryggði þeim 7:3 sigur á Stjörnunni í kvöld í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu. Stjarnan var komin í 3:0 eftir fjórtán mínútur en Fylkismenn svöruðu með sjö mörkum. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.
Fylkismenn jöfnuðu metin strax í fyrri hálfleiknum og skoruðu svo fjögur mörk í seinni hálfleiknum til að tryggja sér stórsigur. Leikurinn var eins og gefur að skilja bráðfjörugur og viðsnúningurinn með ólíkindum.
Nánar er fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.
Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Kristján Valdimarsson, Einar Pétursson, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Valur Fannar Gíslason, Ólafur Ingi Stígsson, Halldór Arnar Hilmisson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason.
Varamenn: Daníel Karlsson, Theódór Óskarsson, Jóhann Þórhallsson, Tómas Þorsteinsson, Kjartan Andri Baldvinsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Davíð Þór Ásbjörnsson.
Byrjunarlið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson - Hafsteinn Rúnar Helgason, Daníel Laxdal, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Andri Sigurjónsson, Björn Pálsson, Halldór Orri Björnsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Ellert Hreinsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Þorvaldur Árnason.
Varamenn: Kjartan Ólafsson, Magnús Björgvinsson, Jóhann Laxdal, Birgir Hrafn Birgisson, Richard Hurlin, Arnar Már Björgvinsson, Baldvin Sturluson.