Gattuso spilaði rassinn úr buxunum

Gattuso er hér í fullum skrúða.
Gattuso er hér í fullum skrúða. Reuters

Egyptar gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Ítala að velli í Álfukeppninni í knattspyrnu í gær, 1:0. Það er þó kannski orðum aukið að Ítalir hafi verið með buxurnar á hælunum, tja, ef frá er talinn miðvallarleikmaðurinn Gennaro Gattuso.

Gattuso var tæklaður af leikmanni Egyptalands snemma í seinni hálfleiknum og missti niður um sig stuttbuxurnar eftir því sem hann rann í blautu grasinu. Hann var hins vegar ekkert að kippa sér upp við atvikið enda lítil ástæða til og hysjaði upp um sig, en hið sama verður varla sagt um ítalska liðið sem verður nú líklega að vinna Brasilíu í lokaumferð B-riðils til að komast áfram í undanúrslit.

Atvikið má sjá með því að smella hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert