Jafnt hjá Aftureldingu og Víkingi R.

Haukar eru í toppbaráttu 1. deildar og KA skammt undan.
Haukar eru í toppbaráttu 1. deildar og KA skammt undan. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

 Sjöunda umferðin í 1. deild karla í knattspyrnu fór fram í dag. Fyrr í dag vann Fjarðabyggð 3:2 sigur á HK fyrir austan, ÍA og KA gerðu 1:1 jafntefli, Þór lagði Víking Ó. að velli 3:2 og ÍR vann óvæntan 3:1 sigur á Haukum á Ásvöllum. Leiknir R. og Selfoss áttust í við í Breiðholtinu og þar hafði botnlið Leiknis betur, 4:0, gegn toppliði Selfoss. Þá gerðu Afturelding og Víkingur R. 2:2 jafntefli í Mosfellsbæ.

14:00 Fjarðabyggð - HK 3:2 (leik lokið)

Högni Helgason kom heimamönnum í 1:0 með marki á 13. mínútu. Hann bætti svo við öðru marki á 51. mínútu. Ágúst Örn Arnarson kom Fjarðabyggð í 3:0 með skallamarki á 63. mínútu. Nánast í næstu sókn, eða á 65. mínútu, minnkaði Brynjar Víðisson muninn fyrir HK í 3:1 með skallamarki. Brynjar var svo aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu og minnkaði muninn í 3:2.

16:00 ÍA - KA 1:1 (leik lokið)

Arnar Már Guðjónsson, sem er fæddur og uppalinn Akurnesingur, kom KA-mönnum yfir á sjöundu mínútu. Nafni hans og frændi Arnar Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir Skagamenn á 20. mínútu.

16:00 Þór - Víkingur Ó. 3:2 (leik lokið)

Engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik á Akureyri. Sveinn Elías Jónsson kom Þórsurum í 1:0 á 58. mínútu og Hreinn Hringsson skoraði annað mark á 71. mínútu. Einar Sigþórsson kom Þór í 3:0 á 76. mínútu. Josip Marosevic minnkaði muninn fyrir Víkinga á 83. mínútu. Alfreð Elías Jóhannsson skoraði annað mark Víkinga á 89. mínútu og breytti stöðunni í 3:2.

16:00 Haukar - ÍR 1:3 (leik lokið)

Árni Freyr Guðnason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍR á 32. mínútu. Hann bætti svo við öðru á 43. mínútu og kom ÍR í 2:0. Guðfinnur Þórir Ómarsson skoraði svo þriðja mark ÍR á 75. mínútu áður en Enok Eiðsson náði að svara fyrir heimamenn á 80. mínútu en þar við sat.

17:00 Leiknir R. - Selfoss 4:0 (leik lokið)

Leiknismenn komust yfir á 18. mínútu með marki Helga Péturs Jóhannssonar. Fannar Þór Arnarsson jók muninn með marki úr vítaspyrnu á 45. mínútu. Kári Einarsson gerði þriðja mark Leiknis á 53. mínútu. Óttar Bjarni Guðmundsson skoraði fjórða mark Leiknis undir lok leiksins. 

18:00 Afturelding - Víkingur R. 2:2 (Leik lokið)

Fyrirliði Aftureldingar, Albert Ásvaldsson, skoraði strax á 3.  mínútu eftir mikla baráttu í vítateig Víkinga. Albert fékk boltann í vítateignum og skoraði af stuttu færi.  Egill Atlason skorar á 8., og 10. mínútu  síðari hálfleiks fyrir Víking og kemur gestunum yfir. Síðara markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Hlutirnir gerast fljótt í Mosfellsbæ þess stundina. Albert fyrirliði er á skotskónum og jafnar fyrir Aftureldingu á 80. mínútu. 2:2. 90. - Rannver Sigurjónsson, Aftureldingu, fær rautt spjald.

Staðan í 1. deild karla.
Staðan í 1. deild karla. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert