Valsmenn renndu sér uppí 3. sætið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, með því að sigra ÍBV, 2:0, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld.
Pétur Georg Markan skoraði eftir aðeins 8 sekúndna leik og Ólafur Páll Snorrason bætti við marki strax á 9. mínútu. Valsmenn héldu fengnum hlut án teljandi vandræða eftir þetta en Eyjamenn börðust vel fyrir sínu í seinni hálfleiknum. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Lið Vals: Haraldur Björnsson, Reynir Leósson, Guðmundur V. Mete, Atli Sveinn Þórarinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Ólafur Páll Snorrason, Ian Jeffs, Baldur Bett, Pétur Georg Markan, Helgi Sigurðsson, Marel Jóhannsson.
Varamenn: Kjartan Sturluson, Steinþór Gíslason, Hafþór Vilhjálmsson, Einar Marteinsson, Baldur Aðalsteinsson, Guðmundur S. Hafsteinsson, Viktor Unnar Illugason.
Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesiwga, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Chris Clements, Yngvi Borgþórsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Andri Ólafsson, Ajay Leitch-Smith.
Varamenn: Pétur Runólfsson, Viðar Örn Kjartansson, Tonny Mawejje, Augustine Nsumba, Gauti Þorvarðarson, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Fannar Stefnisson.