Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann í kvöld Piteå, 2:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var annar sigur Kristianstad í röð, eftir að hafa tapað tíu fyrstu leikjunum á tímabilinu, og liðið er í fyrsta skipti komið úr fallsæti deildarinnar.
Þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad en Hólmfríður fór af velli 20 mínútum fyrir leikslok.
Kristianstad hefur nú 6 stig í 10. sæti deildarinnar, Piteå er með 5 stig og Stattena er með 3 stig.