Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari hefur tilkynnt hvaða átján leikmenn halda til Hvíta-Rússlands í júlí til að taka þátt í úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða skipuðum leikmönnum 19 ára og yngri.
Fjórir leikmenn koma frá Breiðabliki, þrír frá Val, tveir frá KR, Grindavík, Víkingi R. og Þór og svo einn leikmaður frá Aftureldingu, FH og ÍBV.
Ísland náði þeim frábæra árangri að komast upp úr milliriðli sínum sem leikinn var í Póllandi í lok apríl en þar lék liðið með Svíþjóð, Danmörku og Póllandi og endaði í efsta sæti riðilsins. Í úrslitakeppninni er íslenska liðið í riðli með Englandi, Noregi og Svíþjóð.
Leikir íslenska liðsins:
Mán. 13. júlí kl. 14: Ísland - Noregur
Fim. 16. júlí kl. 14: Ísland - Svíþjóð
Sun. 19. júlí kl. 14: Ísland - England
Átján manna leikmannahópur Íslands:
Sigríður Þóra Birgisdóttir, Aftureldingu
Ásta Einarsdóttir, Breiðabliki
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Hrefna Ósk Harðardóttir, Breiðabliki
Birna Berg Haraldsdóttir, FH
Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Grindavík
Elínborg Ingvarsdóttir, Grindavík
Þórhildur Ólafsdóttir, ÍBV
Katrín Ásbjörnsdóttir, KR
Mist Edvardsdóttir, KR
Andrea Ýr Gústavsdóttir, Val
Dagný Brynjarsdóttir, Val
Thelma Björk Einarsdóttir, Val
Berglind Bjarnadóttir, Víkingi R.
Nína Björk Gísladóttir, Víkingi R.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór
Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór