Bikarmeistarar KR fengu Stjörnuna

Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrirliði KR tekur við bikarnum í fyrra.
Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrirliði KR tekur við bikarnum í fyrra. mbl.is/Eggert

Dregið var í 8-liða úrslit í  VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ nú í hádeginu. Bikarmeistarar KR mæta Stjörnunni í Garðabænum, en allir leikirnir fara fram þann 7. júlí.

Eftirfarandi lið drógust saman:

Völsungur - Valur
Fylkir - ÍBV
Breiðablik - Þór/KA
Stjarnan - KR

KR er núverandi bikarmeistari, eftir sigur á Val í fyrra, 4:0, en aðeins fimm félög hafa unnið bikarinn síðan stofnun keppninnar í kvennaflokki árið 1981, Breiðablik, Valur, KR, ÍA og ÍBV, en Valur hefur unnið titilinn oftast, eða 10 sinnum, Breiðablik 9 sinnum, KR og ÍA  fjórum sinnum og ÍBV einu sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert