Haukar komust aftur á topp 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld með því að sigra HK, 2:1, á Ásvöllum. Fjarðabyggð vann Þór, 2:0, Leiknir R. vann Víking Ó., 3:2, og ÍA og Víkingur R. skildu jöfn á Akranesi, 1:1.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is og leikirnir gengu svona fyrir sig:
20.00 ÍA - Víkingur R. 1:1 (leik lokið)
8. Guðjón H. Sveinsson kom ÍA yfir, 1:0, eftir klafs í vítateig Víkinga.
72. Pétur Örn Svansson jafnaði fyrir Víking með glæsilegu skoti, 1:1.
20.00 Haukar - HK 2:1 (leik lokið)
Markalaus fyrri hálfleikur á Ásvöllum.
69. Garðar Ingvar Geirsson kom Haukum yfir, 1:0.
71. Garðar skoraði sitt annað mark á þremur mínútum með góðu skoti, 2:0.
80. Calum Þór Bett minnkaði muninn fyrir HK með fallegu marki.
20.00 Leiknir R. - Víkingur Ó. 3:2 (leik lokið)
11. Kári Einarsson kom Leikni yfir eftir sendingu Helga P. Jóhannssonar.
57. Ólafur H. Kristjánsson kom Leiknismönnum í 2:0.
59. Fannar Hilmarsson minnkaði strax muninn fyrir Ólafsvíkinga í 2:1.
86. Brynjar Orri Bjarnason kom Leikni í 3:1 með skalla eftir aukaspyrnu.
90. Josip Marosevic minnkaði muninn fyrir Ólsara í 3:2 úr vítaspyrnu.
20.00 Fjarðabyggð - Þór 2:0 (leik lokið)
Markalaus fyrri hálfleikur á Eskifirði.
60. Grétar Örn Ómarsson kom Fjarðabyggð yfir, 1:0.
66. Högni Helgason bætti við marki fyrir Austfirðinga með skalla, 2:0.
Staðan eftir leiki kvöldsins:
19 Haukar
19 Selfoss
17 KA
16 Fjarðabyggð
14 HK
12 Leiknir R.
12 ÍA
12 ÍR
9 Víkingur R.
6 Þór
6 Afturelding
6 Víkingur Ó.