Knattspyrnumaðurinn Stefán Þór Þórðarson spilaði allan leikinn í framlínu Norrköping þegar liðið vann Jönköping 2:1 á útivelli í dag í sænsku 1. deildinni. Þetta var fyrst leikur Stefáns með félaginu eftir að hann kom þangað aftur fyrir skömmu.
Stefán gerði frábæra hluti með Norrköping á sínum tíma en á þessu tímabili hefur liðinu gengið skelfilega og brugðu forráðamenn félagsins því á það ráð að fá Stefán aftur til sín. Hann var áður á mála hjá Vaduz í Liectenstein en var orðinn samningslaus.
Gunnar Þór Gunnarsson spilaði einnig allan leikinn fyrir Norrköping sem vinstri bakvörður en liðið er nú með þremur stigum meira en neðstu liðin í deildinni, Ljungskile og Väsby.