Birkir skoraði tvö mörk fyrir Viking

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. mbl.is/Kristinn

Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Viking Stavanger í dag þegar liðið sigraði Lilleström, 4:2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Birkir skoraði strax á 11. mínútu og Viking var komið í 2:0 eftir 35 mínútna leik. Lilleström minnkaði muninn, Birkir skoraði á nýjan leik, 3:1, á 76. mínútu. Aftur svaraði Lilleström áður en Viking innsiglaði sigurinn með fjórða markinu undir lokin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka