Söderlund hetja FH-inga í Eyjum

Atli Viðar Björnsson sækir að marki ÍBV.
Atli Viðar Björnsson sækir að marki ÍBV. mbl.is/Sigfús Gunnar

Norski framherjinn Alexander Söderlund tryggði FH nauman sigur á ÍBV, 3:2, með marki undir lok framlengingar í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, VISA-bikarsins, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir á 11. mínútu en Tonny Mawejje jafnaði fyrir ÍBV fimm mínútum síðar. Atli Guðason kom FH yfir á ný 10 mínútum fyrir leikslok en Eyjamenn voru aftur fljótir að jafna og þar var að verki enski framherjinn Ajay Leitch-Smith. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni skoraði Söderlund sigurmarkið, á 118. mínútu, en engu munaði að Atli Guðjónsson jafnaði fyrir ÍBV í næstu sókn því Daði Lárusson varði skalla hans í þverslána og út.

Lið ÍBV: Elías Fannar Stefnisson, Arnór Ólafsson, Andrew Mwesigwa, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner, Tonny Mawejje, Yngvi Borgþórsson, Pétur Runólfsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Chris Clements, Ajay Leicht-Smith.
Varamenn: Albert Sævarsson, Viðar Örn Kjartansson, Bjarni Rúnar Einarsson, Atli Guðjónsson, Augustine Nsumba, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Ingi Árnason.

Lið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Matthías Vilhjálmsson, Davíð Þór Viðarsson - Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Alexander Söderlund, Matthías Guðmundsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Sverrir Garðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.

ÍBV 2:3 FH opna loka
120. mín. Leik lokið Leik lokið. FH-ingar komnir áfram eftir jafnan og skemmtilegan leik.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert