Sigurbjörn tryggði Val sigur í framlengingu

Sigurbjörn Hreiðarsson og Andri Fannar Stefánsson skoruðu báðir í kvöld.
Sigurbjörn Hreiðarsson og Andri Fannar Stefánsson skoruðu báðir í kvöld. mbl.is/Golli

Mark Sigurbjörns Hreiðarssonar á 27. mínútu framlengingar tryggði Valsmönnum dramatískan 3:2 sigur á KA í kvöld í 16-liða úrslitum VISA-bikarsins í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Helgi Sigurðsson kom Val yfir í fyrri hálfleik en David Disztl jafnaði metin fyrir hlé. Marel Baldvinsson kom Val svo aftur yfir snemma í seinni hálfleik en Andri Fannar Stefánsson jafnaði skömmu síðar.

Leikurinn var jafn og spennandi en Valsmenn voru sterkari seinni hluta seinni hálfleiks og í framlengingunni og vel að sigrinum komnir. Þetta var fyrsti leikur Atla Eðvaldssonar sem þjálfara.

Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson - Ian Jeffs, Atli Sveinn Þórarinsson, Reynir Leósson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur Aðalsteinsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Baldur Bett, Pétur Georg Markan - Marel Baldvinsson, Helgi Sigurðsson.
Varamenn: Kjartan Sturluson, Steinþór Gíslason, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Einar Marteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Viktor Unnar Illugason, Ólafur Páll Snorrason.

Byrjunarlið KA: Sandor Matus - Haukur Heiðar Hauksson, Þórður Arnar Þórðarson, Norbert Farkas, Hjalti Már Hauksson - Guðmundur Óli Steingrímsson, Arnar Már Guðjónsson, Srdjan Tufegdzic, Andri Fannar Stefánsson, Dean Martin - David Disztl.
Varamenn: Steinþór Már Auðunsson, Bjarni Pálmason, Ingi Freyr Hilmarsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Sigurjón Fannar Sigurðsson, Magnús Birkir Hilmarsson, Orri Gústafsson.

Valur 3:2 KA opna loka
120. mín. Viktor Unnar Illugason (Valur) fær gult spjald Fyrir að tefja.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert