Tveir frá hjá KR-ingum

Atli Jóhannsson verður ekki með KR í kvöld.
Atli Jóhannsson verður ekki með KR í kvöld. mbl.is/Eggert

KR-ingar verða án Atla Jóhannssonar og Gunnars Kristjánssonar þegar þeir taka á móti Larissa frá Grikklandi í Evrópudeild UEFA á KR-vellinum klukkan 19.15 í kvöld.

„Þeir eru báðir meiddir eftir leikinn gegn Val á laugardaginn en Mark Rutgers verður vonandi klár í slaginn eftir hálsmeiðsli, og Stefán Logi snýr aftur í markið eftir bann í síðasta leik,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR, við Morgunblaðið.

„Ég geri ráð fyrir að vera mun varnarsinnaðri gegn Grikkjunum en í leikjum KR í sumar, hvernig sem það verður síðan útfært. Það er mikilvægt að halda markinu hreinu, því það eru vissulega ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir okkur, þó svo að við reiknum með að andstæðingurinn haldi boltanum meira en við,“ sagði Logi.

Nánar er rætt við Loga um leik KR og Larissa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka