FH tapaði 2:0 í Kasakstan

Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH í útistöðum við leikmenn Aktobe …
Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH í útistöðum við leikmenn Aktobe í fyrri leiknum. mbl.is/Eggert

Aktobe frá Kasakstan sigraði Íslandsmeistara FH, 2:0, í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Aktobe í dag. Aktobe vann þar með 6:0 samanlagt og heldur áfram keppni en FH er úr leik.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Lið FH: Daði Lárusson, Matthías Vilhálmsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Nielsen, Guðni Páll Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Tryggvi Guðmundsson, Davíð Þór Viðarsson, Mattías Guðmundsson, Alexander Söderlund, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Pétur Viðarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Brynjar Benediktsson, Eiríkur Viljar Kúld.

Lið Aktobe: Sidelnikov, Chichulin, Smakov, Khayrullin, Golovskoy, Tleshev, Kenzhisariev, Asanbayev, Logvinenko, Averchenko, Lavrik.
Varamenn: Boichenko, Badlo, Mitrofanov, Kokhlov, Semyonov, Strukov, Bogomolov.

Aktobe 2:0 FH opna loka
90. mín. Leik lokið Flautað af í Aktobe eftir þrjár mínútur í uppbótartíma. Aktobe sigrar 2:0 og 6:0 samanlagt og mætir nánast örugglega liði Maccabi Haifa frá Ísrael í 3. umferðinni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka