Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld og var fylgst með gangi mála í leikjunum á mbl.is. ÍR hafði betur gegn Þór frá Akureyri í Breiðholtinu 1:0 en sá leikur hófst kl. 18.30. Leiknir sigraði KA, 2:0, á Akureyri. Skagamenn lönduðu langþráðum sigri gegn Fjarðabyggð, 3:1. Og Haukar lögðu Aftureldingu 3:0. Leikur Víkings og Selfoss var í beinni textalýsingu á mbl.is en þar hafði Selfoss betur, 2:1.
19.15 KA - Leiknir R - 0:2 leik lokið
Helgi Pétur Jóhannsson 60., Kristján Páll Jónsson 54.
20.00 ÍA - Fjarðabyggð 3:1 leik lokið
Andri Júlíusson 17., Helgi Pétur Magnússon 29., Ragnar Leósson 84. - Jóhann R. Benediktsson (víti) 25.
20.00 Haukar - Afturelding 3:0 leik lokið
- Garðar Geirsson 2, Goran Lukic. Staðan í hálfleik var 0:0.
18.30 ÍR - Þór Ak 1:0, leiknum er lokið.
1:0 Árni Freyr Guðnason skoraði með skalla á 10. mínútu fyrir ÍR og reyndist það eina mark leiksins. Þórsarar sóttu mun meira í síðari hálfleik og áttu m.a. skot í þverslá.