Bikarmeistaralið KR og Basel frá Sviss áttust við í Evrópudeild UEFA í fótbolta karla í kvöld en um er að ræða 3. umferð. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2:2 en síðari leikurinn fer fram í Basel 6. ágúst. Fylgst var með gangi mála á KR-vellinum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Guðmundur Benediktsson skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu og Grétar Sigurðarson bætti öðru marki við á 9. mínútu. Scott Cipperfield minnkaði muninn á 58. mínútu og varamaðurinn Federico Almerares jafnaði leikinn á 83. mínútu.
Byrjunarlið KR:
Stefán Logi Magnússon - Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rutgers, Grétar Sigurðarson, Jordao Diogo - Óskar Örn Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Atli Jóhannsson - Guðmundur Benediktsson, Gunnar Örn Jónsson.
Varamenn: Atli Jónasson, Egill Jónsson, Björgólfur Takefusa, Prince Rajcomar, Guðmundur Gunnarsson, Eggert Rafn Einarsson, Davíð Birgisson.
Byrjunarlið Basel:
Franco Costanzo - Serkan Sahin, Cabral, Atan Cagdas, Behrang Safari - Marcos Gelabert, Benjamin Huggel, Antonio da Silva, Xherdan Shagiri - Scott Chipperfield, Alexander Frei.
Varamenn: Massimo Colomba, Dominik Ritter, Valentin Stocker, Federico Almerares, Marco Aratore, Orhan Mustafi, Carlos Alves.