Lánsmaðurinn frá KR, Guðmundur Pétursson, reyndist hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Visa-bikarsins með sigri á grönnum sínum í HK á Kópavogsvelli í gærkvöld.
Hinn stóri og stæðilegi framherji skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu með fallegri kollspyrnu og annað árið í röð eru Blikarnir komnir í undanúrslit keppninnar. Eins og reikna mátti með var hart tekist á í bæjarslagnum og hreint með ólíkindum að ekki fleiri mörk litu dagsins ljós því færin voru mýmörg á báða bóga. Leikmenn voru hinsvegar ekki á skotskónum í rjómablíðunni á Kópavogsvelli.
Ítarleg umfjöllun um leikinn er í Morgunblaðinu í dag.