Sigurður Ragnar: Mun sterkara lið en fyrir ári

Ísland hefur átt góðu gengi að fagna síðustu misserin.
Ísland hefur átt góðu gengi að fagna síðustu misserin. Carlos Brito/Algarvephotopress

„Maður vandaði sig kannski extra mikið við að velja þennan hóp því maður veit hvað það er mikið í húfi fyrir liðið og leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu um hið erfiða val á 22 manna hópnum sem fer í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

„Það dreymir alla um að spila í lokakeppni fyrir Ísland þannig að það þarf að vanda til verka en mér finnst þetta vera okkar bestu 22 leikmenn,“ sagði Sigurður sem er hæfilega bjartsýnn fyrir mótið en segist vera með hóp í höndunum sem sé til alls líklegur.

„Það er mjög afslappaður og góður andi í hópnum og gríðarlega mikill metnaður. Það sem hefur breyst síðasta árið er að nú erum við með ellefu atvinnumenn sem hafa bætt sig mikið líkt og leikmennirnir hér heima. Ég tel að við séum með mun sterkara lið í dag en fyrir ári eða tveimur árum síðan og vonandi höldum við áfram að bæta okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert