KR-ingar, sem halda uppi merkjum íslenskrar knattspyrnu í Evrópukeppninni í ár, verða í eldlínunni í kvöld en þá mæta þeir svissneska liðinu FC Basel í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA og fer leikurinn fram á St. Jakob-Park vellinum í Basel.
Fyrri leiknum á KR-vellinum í síðustu viku lyktaði með 2:2 jafntefli eftir að vesturbæjarliðið hafði komist í 2:0 eftir aðeins 9 mínútna leik.
,,Við erum búnir að fara vel yfir fyrri leikinn og við erum ekki komnir hingað til Sviss til að ljúka keppni,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari bikarmeistara KR, við Morgunblaðið í gær.