Góður sigur HK á Selfossi

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður HK varði vítaspyrnu á Selfossi.
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður HK varði vítaspyrnu á Selfossi. mbl.is/Ómar

Selfoss og HK áttust við í 1. deild karla í fótbolta í kvöld á Selfossi og þar hafði Kópavogsliðið betur, 2:1. HK komst þar með í annað sæti deildarinnar og er liðið með 26 stig en Selfoss er efst með 32 stig. Á morgun lýkur 15. umferð og þá getur lið Hauka endurheimt annað sætið en liðið er með 25 stig.  Fylgst var með gangi mála í leiknum á Selfossi á mbl.is.

90 + 4 mín: Leiknum er lokið með 2:1 sigri HK. 

90+2 mín: Sævar Þór Gíslason slapp í gegnum vörn HK og komst í fínt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði glæsilega. 

82. mín:  HK átti tvö færi með stuttu millibili. Jóhann markvörður varði fyrst frá Hafsteini Briem á 70. mínútu og hann varði á ný skot frá Þórði Birgissyni. Jóhann hefur haldið Selfyssingum á floti í rigningunni á Selfossi.

55. mín, 1:2: Það tók HK aðeins 5 mínútur að komast aftur yfir. Þórður Birgisson átti skot að marki sem að Jóhann Ólafur markvörður varð. Boltinn barst út í vítateiginn og þar var Hörður Magnússon mættur og skoraði hann af öryggi. 

50. mín, 1:1: Sævar Þór Gíslason komst einn inn fyrir vörn HK eftir innkast. Hann skoraði af öryggi og jafnaði fyrir Selfoss. 

45. mín: Fyrri hálfleik er lokið. Staðan er 1:0 fyrir HK. 

40. mín: Jóhann Ólafur þarf aftur að hafa fyrir hlutunum. Hann varði frá Herði Magnýssyni sem var sloppinn einn í gegnum vörn Selfoss. 

38. mín:  Jóhann Ólafur Sigurðsson markvörður Selfoss varði glæsilega frá Stefáni Eggertssyni. 

36. mín, 0:1:  Rúnar Már Sigurjónsson tók aukaspyrnu af um 30 metra færi. Boltinn fór í varnarveginn, boltinn barst aftur til Rúnars og hann dúndraði á markið af um 25 metra færi gegn vindinum. Boltinn fór í markið. Glæsilegt mark hjá Rúnari. 

34. mín: Gunnleifur Gunnleifsson varði vítaspyrnu sem dæmd var á HK. Sævar Þór Gíslason tók spyrnuna fyrir Selfoss en landsliðsmarkvörðurinn varði með tilþrifum. 

30 mín: Staðan er enn markalaus. HK hefur sótt meira gegn vindinum og átt þrjú ágæt færi. Selfoss hefur náð einni sókn það sem af er undan vindinum sem skapaði hættu. 

Leikurinn er byrjaður á Selfossi. Aðstæður er ekki góðar. Ausandi rigning og mikið rok. HK leikur gegn vindinum í fyrri hálfleik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert