Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið þegar lið hans, Norrköping, tapaði fyrir Sundsvall í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Stefán, sem lék í fremstu víglínu, fékk að líta sinn annað gula spjald í leiknum á 63. mínútu og var því sendur í bað en Sundsvall hafði betur í þessum Íslendingaslag, 3:1.
Gunnar Þór Gunnarsson var í byrjunarliði Norrköping eins og Stefán og lék allan tímann og þeir Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson léku allan tímann með Sundsvall en enginn Íslendinganna var á meðal markaskorara.
Sundsvall er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Mjällby, en Norrköping er í 11. sæti.