Eiður Smári Guðjohnsen lék allan seinni hálfleikinn með Evrópu-og Spánarmeisturum Barcelona þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli við Chivas frá Mexíkó í þriðja og síðasta leik sínum í Bandaríkjaferðinni en leikurinn fór fram á Jalisco vellinum í San Francisco í nótt.
Bojan Krkic skoraði mark Börsunga á 63. mínútu og jafnaði metin en heimamenn komust yfir á 49. mínútu með marki frá Morales.
Fram kemur á heimasíðu Barcelona en fregnirnar um andlát Dani Jarque, fyrirliða Espnayol, hafi greinilega haft áhrif á leikmenn Barcelona í leiknum en þeir báru sorgarbönd.
Líkt og í hinum tveimur leikjunum í Bandaríkjaferðinni skipti Pep Guardiola þjálfari Barcelona út öllu byrjunarliðinu í hálfleiknum og lék Eiður Smári allan seinni hálfleikinn eins og leikjunum á móti LA Galaxy og Seattle Sounders en spurning er hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans með liðinu.