U21 ára liðið mætir Tékkum á KR-velli

Jóhann Berg Guðmundsson er í U21 ára landsliðinu.
Jóhann Berg Guðmundsson er í U21 ára landsliðinu. mbl.is/Golli

U21 árs landslið karla í knattspyrnu hefur í dag þátttöku í undankeppni Evrópumótsins þegar það mætir Tékkum á KR-vellinum klukkan 15.30. Íslendingar leika í riðli með Tékkum, Norður-Írum, Þjóðverjum og San Marínó. Einum leik er lokið í riðlinum en Tékkar burstuðu San Marínómenn, 8:0.

Sjö atvinnumenn eru í landsliðshópnum sem Eyjólfur Sverrisson valdi fyrir leikinn við Tékka en hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Haraldur Björnsson, Val
Óskar Pétursson, Grindavík
Arnar Darri Pétursson, Lyn

Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham
Hjörtur Logi Valgarðsson, FH
Skúli Jón Friðgeirsson, KR
Andrés Már Jóhannesson, Fylki
Jósef K. Jósefsson, Grindavík
Guðmundur R. Gunnarsson, KR
Jón Guðni Fjóluson, Fram

Miðjumenn:
Birkir Bjarnason, Viking
Bjarni Þór Viðarsson, Twente
Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki
Almarr Ormarsson, Fram

Sóknarmenn:
Rúrik Gíslason, Viborg
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki
Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert