Margrét Lára í viðtali á heimasíðu UEFA

Margrét Lára í búningi Íslands.
Margrét Lára í búningi Íslands. Morgunblaðið/ Golli

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er í viðtali á heimasíðu UEFA í dag. Þar er fjallað um EM í Finnlandi, hvar hún er sögð bera vonir þjóðarinnar á herðum sér.

„Liðið, starfsfólk KSÍ og allt landið bíða bara eftir mótinu í Finnlandi. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir Ísland, efnahagsmálin eru í lamasessi og því viljum við færa þjóðinni eitthvað jákvætt og við vitum að við höfum stuðning allra. Við erum mjög spenntar,“ segir Margrét Lára meðal annars  í viðtalinu.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert