Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu

Íslenska landsliðið á æfingu.
Íslenska landsliðið á æfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið byrjunarliðið sem etur kappi við Serba í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum á morgun. Mesta spennan hefur ríkt um það hver muni verja mark Íslands og það kemur í hlut Þóru B. Helgadóttur að gera það.

Sigurður Ragnar teflir fram leikkerfinu 4-3-3 og liðið er þannig skipað:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir.

Varnarmenn: Erna B. Sigurðardóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði).

Miðjumenn:  Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir.

Framherjar: Dóra María Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert