Fjarðabyggð gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld og vann þar 1:0 sigur á ÍR í lokaleik 16. umferðar 1. deildar karla í knattspyrnu. Jóhann R. Benediktsson gerði eina mark leiksins kortéri fyrir leikslok.
Engin mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í Breiðholtinu. Lítið var um almennileg færi en þeim mun meira um svokallað miðjumoð og hálffæri.
Jóhann R. Benediktsson kom Fjarðabyggð yfir á 75. mínútu þegar hann skaut boltanum í netið af vítateigslínunni eftir að hafa farið framhjá tveimur leikmönnum ÍR.
Fjarðabyggð er eftir leikinn í 4.-5. sæti ásamt KA með 26 stig en Þórsarar hafa 21 stig í áttunda sætinu.