Margrét Lára sá um Serbana

Dóra María Lárusdóttir í baráttu við leikmann Serba á Laugardalsvelli …
Dóra María Lárusdóttir í baráttu við leikmann Serba á Laugardalsvelli í dag. mbl.is/Eggert

Ísland fór létt með að leggja Serbíu að velli á Laugardalsvelli í dag, 5:0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í knattspyrnu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu fyrir íslenska liðið, og hefur því gert 48 mörk í 53 landsleikjum, og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir gerði fimmta markið. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Margrét gerði fyrsta markið í fyrri hálfleiknum úr aukaspyrnu og bætti svo við þremur í seinni hálfleiknum. Katrín gerði fjórða mark leiksins með skalla á 80. mínútu.

Næsti leikur Íslands í þessari keppni er gegn Eistlandi 17. september hér á Laugardalsvelli. Í millitíðinni leikur liðið hins vegar í úrslitakeppni EM og þar er fyrsti leikur gegn Frökkum á mánudaginn eftir rúma viku.

Ítarlega verður fjallað um leikinn í dag í Morgunblaðinu á mánudaginn og viðtöl við leikmenn og þjálfara koma inn hér á mbl.is eftir skamma stund.

Byrjunarlið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Erna B. Sigurðardóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Ásta Árnadóttir, Katrín Ómarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sif Atladóttir, Fanndís Friðriksdóttir.

Byrjunarlið Serbíu: Milena Vukovic - Danijela Trajkovic, Hristina Sampanidi, Indira Ilic, Katarina Jovic, Marina Siskovic, Danijela Stolijkovic, Milena Pesic, Tamara Jovanovic, Jovana Sretenovic, Kristina Krstic.
Varamenn: Liljana Gardijan, Ivana Kostic, Nada Zivanovic, Maja Dimitrijevic, Zorica Karadzic, Marija Nikolic, Sladjana Lazic.

Ísland 5:0 Serbía opna loka
90. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) á skalla sem er varinn Hólmfríður er óheppin að vera ekki búin að skora í þessum leik.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert