Samkvæmt orðum yfirmanns knattspyrnumála Barcelona, Txiki Begiristain, mun félagið ekki láta Eið Smára Guðjohnsen frá félaginu, nema að fá annan leikmann í hans stað.
„Það kemur ekki til greina að láta Eið fara til West Ham eða annars félags, nema að annar leikmaður komi í hans stað,“ sagði Begiristain.
Framtíð Eiðs Smára er því enn á huldu, en Eiður hefur verið orðaður við fjölmörg félög í sumar, þar á meðal Ajax, en Martin Jol, stjóri Ajax, hefur borið þann orðróm til baka.