Skagamenn lönduðu þremur stigum

Andri Júlíusson fagnar marki gegn ÍR í fyrri leiknum.
Andri Júlíusson fagnar marki gegn ÍR í fyrri leiknum. Ómar Óskarsson

ÍA og ÍR áttust við á Akranesi í kvöld í nítjándu og fjórðu síðustu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Andri Júlíusson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og Skagamenn fögnuðu því 1:0 sigri.  Fyrir leikinn var ÍA með 21 stig í þriðja neðsta sæti en ÍR var í því  8.  með 23 stig. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Byrjunarlið ÍA: Páll Gísli Jónsson - Heimir Einarsson, Helgi Pétur Magnússon, Andri Júlíusson, Ísleifur Guðmundsson, Ragnar Leósson, Jón Vilhelm Ákason, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Ólafur Valur Valdimarsson, Igor Pesic, Pálmi Haraldsson.  Varamenn: Gísli F. Byrnjarsson, Sölvi Gylfason, Trausti Sigurbjörnsson, Ragnar Þór Gunnarsson, Ívar Haukur Sævarsson.

Byrjunarlið ÍR: Þorsteinn Einarsson - Karl B. Björnsson, Guðfinnur Ómarsson, Þorsteinn Einarsson, Erlingur Jack Guðmundsson, Trausti Ríkharðsson, Kristján Halldórsson, Tómas Agnarsson, Eyþór Guðnason, Atli Guðjónsson, Axel K. Vignisson. Varamenn: Tinni Kári Jóhannesson, Haukur Ólafsson, Ágúst B.  Garðarsson, Elías I. Árnason, Björn Viðar Ásbjörnsson. 

ÍR vann 3:0 sigur á Haukum í síðustu umferð.
ÍR vann 3:0 sigur á Haukum í síðustu umferð. mbl.is/Kristinn
ÍA 1:0 ÍR opna loka
90. mín. Leik lokið Skagamenn færast aðeins fjær botnbaráttunni með því að landa þremur stigum á heimavelli. ÍA er með 24 stig en ÍR er með 23 stig líkt og Víkingar úr Reykjavík sem eru í 10. sæti.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka