Selfoss náði í þrjú stig með 4:0 sigri á Fjarðabyggð í 1. deildinni í dag og á sama tíma gerðu Leiknir R. og Þór 4:4 jafntefli eftir að Leiknir hafði komist í 4:0.
Staðan á toppi deildarinnar er spennandi því Selfoss er með 38 stig, Haukar og HK 35 og leik meira og síðan kemur Fjarðabyggð með 32 stig.
Leiknir - Þór:
1:0 Leiknir er kominn yfir í Breiðholtinu með marki Fannars Þórs Arnarssonar úr víti á 5. mínútu.
2:0 Einar Einarsson var að koma Leikni í 2:0 með glæsilegu skallamarki á 19. mínútu.
3:0 Fannar Þór er búinn að gera annað mark sitt, nú með skoti úr vítateignum á 36. mínútu.
4:0 Fannar Þór fullkomnaði þrennuna með fínu marki á 53. mínútu.
4:1 Einar Sigþórsson minnkaði muninn fyrir norðanmenn á 78. mínútu.
4:2 Einar skorar annað makr sitt á 85. mínútur.
4:3 Hreinn Hringsson minnkar muninn enn frekar á 88. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
4:4 Þór náði að jafna metin á lokamínútu hans.
Fjarðabyggð - Selfoss:
0:1 Á Eskifirði komust Selfyssingar yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Markið gerði Arilíus Marteinsson eftir hornspyrnu.
0:2 Henning Jónasson kom Selfyssingum í 2:0 með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé.
3:0 Ingþór Guðmundsson skoraði þriðja mark Selfyssinga, sem eru miklu betri, á 53. mínútu.
4:0 Selfyssingar eru hvergi hættir og gerðu sitt fjórða mark á 75. mínútu.